Hinsegin fræðsla

Efni frá StoppOfbeldi! til geymslu

Leikskóli

Regnbogafuglinn

Barnabók um margbreytileikann og nýtist hún vel til þess að opna umræðu með börnum í leikskóla. Sagan er hugsuð sem leið til að fjalla um margbreytileikann á skemmtilegan en um leið lærdómsríkan og fræðandi hátt.

Höfundur: Arna Sigrún Elvarsdóttir

Hvað: Bók

Rósalín fer sínar eigin leiðir

Stuttmynd um samkennd og myndin er tilvalin til að kveikja umræður hjá yngstu börnunum  í hinsegin fræðslu. Myndin fjallar Rósalín  sem stendur á eigin fótum þrátt fyrir mótlæti.

Útgefandi: Samtökin ´78

Hvað: Myndband

Vertu þú

Hvað er það sem gerir mig að mér? Hvað er það sem gerir þig að þér? Öll erum við einstök á okkar hátt. Við eigum öll rétt á að vera nákvæmlega eins og við erum. Það skiptir ekki máli hverju við klæðumst, hverjum við verðum skotin í, hvaða kyni við upplifum okkur í, hvaðan við erum eða hverju við höfum áhuga á. Við megum öll vera eins og okkur langar til. Vertu þú! segir litríkar sögur af fjölbreytileikanum og hvetur til fordómaleysis og víðsýni.

Höfundar: Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir

Útgefandi: Salka

Hvað: Bók

Lítil bók um stórar tilfinningar

Lítil bók um stórar tilfinningar miðar að því að styðja og styrkja tilfinningaþroska barnsins. Bókin geymir tillögur að umræðuefnum og leikjum til að auðvelda barninu að átta sig á mismunandi tilfinningum og togstreitu sem það upplifir í sínu daglega lífi. Mikilvægt er að styðja og styrkja tilfinningaþroska barnsins ekki síður en hreyfi- og málþroska og það er á ábyrgð hinna fullorðnu að hjálpa barninu að skilja tilfinningar sínar og læra að hafa stjórn á þeim

Útgefandi: Barnaheill

Hvað: Bók

 

Yngsta stig

Þegar Friðrik var Fríða

Barnabókin, Þegar Friðrik var Fríða/Þegar Rósa var Ragnar eftir Louise Windfeldt og Katrine Clante samanstendur af tveimur sögum. Sögunni um Friðrik og sögunni um Rósu. Morgun einn vakna börnin sem gagnstætt kyn og þá kemur ýmislegt í ljós. Við fylgjumst með þeim einn dag, bæði heima og í leikskólanum og fáum að upplifa væntingar og kröfur sem gerðar eru til þeirra út frá kyni.

Útgefandi: Jafnréttisstofa

Hvað: Pdf. saga á vef.

Rósalín fer sínar eigin leiðir

Stuttmynd um samkennd og myndin er tilvalin til að kveikja umræður hjá yngstu börnunum  í hinsegin fræðslu. Myndin fjallar Rósalín  sem stendur á eigin fótum þrátt fyrir mótlæti.

Útgefandi: Samtökin ´78

Hvað: Myndband

Vertu þú

Hvað er það sem gerir mig að mér? Hvað er það sem gerir þig að þér? Öll erum við einstök á okkar hátt. Við eigum öll rétt á að vera nákvæmlega eins og við erum. Það skiptir ekki máli hverju við klæðumst, hverjum við verðum skotin í, hvaða kyni við upplifum okkur í, hvaðan við erum eða hverju við höfum áhuga á. Við megum öll vera eins og okkur langar til. Vertu þú! segir litríkar sögur af fjölbreytileikanum og hvetur til fordómaleysis og víðsýni.

Höfundar: Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir

Útgefandi: Salka

Hvað: Bók

Lítil bók um stórar tilfinningar

Lítil bók um stórar tilfinningar miðar að því að styðja og styrkja tilfinningaþroska barnsins. Bókin geymir tillögur að umræðuefnum og leikjum til að auðvelda barninu að átta sig á mismunandi tilfinningum og togstreitu sem það upplifir í sínu daglega lífi. Mikilvægt er að styðja og styrkja tilfinningaþroska barnsins ekki síður en hreyfi- og málþroska og það er á ábyrgð hinna fullorðnu að hjálpa barninu að skilja tilfinningar sínar og læra að hafa stjórn á þeim

Útgefandi: Barnaheill

Hvað: Bók

Unglingastig

Hinsegin frá Ö til A

Til að hægt sé að ræða um og spá í hinsegin veruleika verðum við að eiga orð og hugtök yfir hann. Ef við ættum engin orð yfir hinsegin tilveru værum við ósýnileg. Þá væri ekki hægt að tala um gleðina sem fylgir því að vera hinsegin, um vegferðina, félagsskapinn, pólitíkina og allt hitt. Þess vegna er fyrsti hluti þessa vefs helgaður nokkrum hugtökum sem leggja grunninn að skilningi á hinsegin málefnum.

Útgefandi: Samtökin ´78

Hvað: Myndband

Framhaldsskóli

Huldukonur

Vefur þessi inniheldur afrakstur heimildasöfnunarverkefnisins Huldukonur. Hinsegin kynverund kvenna í íslenskum heimildum 1700–1960.

Vefnum er ætlað að vera upplýsingasíða fyrir áhugasaman almenning, upphafspunktur fyrir fræðimenn og nemendur sem leita heimilda um hinsegin kynverund kvenna á tímabilinu 1700–1960, og efnisveita fyrir kennara sem vilja fjalla um hinseginleika í sögu- og sagnfræðikennslu. Umfjöllunin er ekki tæmandi og hér er ekki um að ræða lokaniðurstöðu rannsóknar. Þvert á móti er það von aðstandenda að vefurinn verði stökkpallur fyrir frekari rannsóknir á hinsegin kynverund kvenna á tímabilinu 1700–1960.

Höfundar: Ásta Kristín Benediktsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Íris Ellenberger.

Hvað: Vefur

Hinsegin frá Ö til A

Til að hægt sé að ræða um og spá í hinsegin veruleika verðum við að eiga orð og hugtök yfir hann. Ef við ættum engin orð yfir hinsegin tilveru værum við ósýnileg. Þá væri ekki hægt að tala um gleðina sem fylgir því að vera hinsegin, um vegferðina, félagsskapinn, pólitíkina og allt hitt. Þess vegna er fyrsti hluti þessa vefs helgaður nokkrum hugtökum sem leggja grunninn að skilningi á hinsegin málefnum.

Útgefandi: Samtökin ´78

Hvað: Myndband

Click here to add your own text